Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félags- eða fjölskylduráðgjafi í deild Barna og fjölskyldna

Laus til umsóknar staða félags- eða fjölskylduráðgjafa í Suðurmiðstöð Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 100% stöðu. Staðan er laus frá 1.mars 2025 eða eftir samkomulagi. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með einlægan áhuga á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Ráðgjafi mun sinna félagslegri ráðgjöf vegna barna og fjölskyldna, þverfaglegu samstarfi innan Suðurmiðstöðvar og við samstarfsaðila, s.s. leikskóla, grunnskóla og frístundastarfsemi og þátttöku í sameiginlegu verkefni velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs, Betri borg fyrir börn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Félagsleg ráðgjöf og stuðningur við börn, fjölskyldur og starfsfólk skóla.
  • Ábyrgð og vinnsla einstaklings- og fjölskyldumála.
  • Málstjórn samkvæmt lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Gerð grunnmats vegna stuðningsþjónustu fyrir börn.
  • Ráðgjöf, fræðsla og upplýsingagjöf til notenda, samstarfsaðila og veitenda þjónustu við börn.
  • Þverfaglegt starf innan Suðurmiðstöðvar, ekki síst í teymi Betri borgar fyrir börn.
  • Samvinna við samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi til að starfa sem félagsráðgjafi en til greina kemur að ráða einstakling með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af starfi félags- og/eða fjölskylduráðgjafar.
  • Þekking og reynsla af starfi á sviði velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar eða öðru sveitarfélagi er kostur.
  • Áhugi á þverfaglegu samstarfi.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar og vilji til að taka þátt í þróunarstarfi.
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Fjölskylduvænan vinnustað.
  • Góðan starfsanda.
  • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki.
  • Sveigjanlegan vinnutíma og 36 stunda vinnuviku.
  • Handleiðsluteymi ráðgjafa.
  • ÍTR kort eftir mánuð í starfi sem veitir meðal annars ókeypis aðgang í Sundlaugar Reykjavíkur.
  • Menningarkort Reykjavíkurborgar
Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Álfabakki 10, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FélagsráðgjafiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar