Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Spennandi starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Búsetukjarninn að Sólheimum 21b leitar af starfsmanni til að veita stuðning við fatlað fólk. Í starfinu felst að efla færni notenda til að lifa sjálfstæðu lífi innan og utan heimilis. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og tekur þjónustan mið af því að mæta notendum út frá hugmyndafræði um sjálfstætt líf, þjónandi leiðsögn og valdeflingu. Um vaktavinnu er að ræða (morgun-, kvöld-, nætur- og helgarvaktir aðra hverja helgi). Starfshlutfall 60-80%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Einstaklingsmiðuð þjónusta
- Líkamleg aðhlynning
- Hvetja og styðja notendur til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð
- Stuðningur og hvatning við athafnir daglegs lífs
- Vinna eftir hugmyndafræði, lögum og reglum í málefnum fatlaðs fólks
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og reynsla í vinnu með fötluðu fólki æskileg
- Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurb
Fríðindi í starfi
- Bókasafnskort og frítt á söfn með menningarkortinu
- Heilsuræktarstyrkur
- Frítt í sund með ÍTR kortinu
Auglýsing birt17. desember 2024
Umsóknarfrestur31. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Félags- eða fjölskylduráðgjafi í deild Barna og fjölskyldna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Skemmtilegt starf á Íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi óskast í miðbæinn
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Sjúkraliði á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á dagdeild skurðlækninga Fossvogi
Landspítali
Sjúkraliði óskast á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti
Landspítali
Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Þroskaþjálfi/stuðningsfulltrúi með háskólamenntun í búsetu
Ás styrktarfélag
Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir
Starfsfólk við aðhlynningu aldraðra
Seltjörn hjúkrunarheimili
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð
Starfsmaður í fylgd fatlaðra í akstursþjónustu
Sveitarfélagið Árborg
Starfsmaður í umönnun á K2 Landakoti
Landspítali
Sjúkraliði á öldrunarlækningadeild K2 Landakoti
Landspítali