Verslunarstjóri VERO MODA Kringlunni
Bestseller á Íslandi leitar að kraftmiklum, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á tísku og sölumennsku til að gegna starfi verslunarstjóra VERO MODA í Kringlunni. Um er að ræða fullt starf í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi með frábærum starfsmönnum sem leggja metnað sinn í að veita góða þjónustu og skapa góða upplifun.
Bestseller á Íslandi starfrækir verslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, Selected, Name it og Vila, alls 10 verslanir ásamt netversluninni bestseller.is.
Helsta hlutverk verslunarstjóra er að halda utan um daglegan rekstur, áætlunargerð, ábyrgð á sölu og þjónustu, kemur að markaðsmálum og leiðir hóp starfsmanna.
• Reynsla af verslunarstjórn er kostur
• Rík þjónustulund
• Reynsla af sölustörfum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Aldurstakmark 25 ára.
Ýmis fríðindi í boði