Húsasmiðjan
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan

Ísafjörður: Söluráðgjafi í Blómaval og Húsasmiðjunni

Viltu þú vera með okkur í liði?

Hefur þú áhuga á starfa með skemmtilegum hóp, í líflegu umhverfi, þar sem eru mikil samskipti og við fjölbreytt og skemmtileg verkefni? Ef svo er, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Við leitum að duglegum og hressum einstaklingi til þess að bætast í hópinn í verslun okkar á Ísafirði. Um er að ræða fjölbreytt starf bæði í Húsasmiðjunni og Blómval. Viðkomandi myndi aðstoða og leysa af í Blómvali og hafa umsjón með búsáhaldadeild og fata- og öryggisvörum í Húsasmiðjunni. Helstu verkefni fela í sér ráðgjöf, sölu og þjónustu við viðskiptavini ásamt öðrum tilfallandi verslunarstörfum.

Við leggjum ríka áherslu á jákvætt hugarfar og metnað fyrir því að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu. Starfshlutfall getur verið á bilinu 60-80% og vinnutími sveigjanlegur, en miðast þó frekar við eftir hádegi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð, skipulög og vönduð vinnubrögð
  • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
  • Almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Aðgangur að orlofshúsum.
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sólvangur 7, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar