Hjúkrunarnemar - Spennandi hlutastörf með námi á taugalækningadeild
Við sækjumst efti hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi á taugalækningadeild í Fossvogi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag (20-100%). Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Ráðið er í störfin eftir samkomulagi.
Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum.
Við bjóðum upp á hvetjandi og lærdómsríkt hlutastarf með námi þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi. Áhugasamir hafi samband við Ragnheiði Sjöfn, deildarstjóra.