Ráðgjafi / stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Við leitum að metnaðarfullum ráðgjafa/ stuðningsfulltrúa til starfa á legudeild geðrofssjúkdóma sem er frábær blanda af bráðalegudeild og endurhæfingu. Deildin er fjölbreytt og lifandi, þar sem áhersla er á góða þjónustu og góðan starfsanda. Starfshlutfall er 80- 100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni eru rými fyrir 16 skjólstæðinga, 10 ætluð einstaklingum með bráð veikindi og 6 rými til endurhæfingar. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega vinnu og gegna ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar lykilhlutverki í meðferðar- og teymisvinnu. Meðferð á deildinni byggist meðal annars á styðjandi samtalsmeðferð, meðferð við geðrofseinkennum, mikilli virkni, fræðslu og lyfjameðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. Deildarstarfið byggir á samvinnu þar sem mikilvægt er að sérhver starfsmaður fái að nýta styrkleika sína, bera ábyrgð og eigi möguleika á að þróast í starfi. Unnið er á þrískiptum vöktum.