Hressar aðstoðarkonur óskast á þriðjudögum og um helgar
Hæ meistarar - má ég heyra - vantar ekki einhverri hressri konu vinnu á nýju ári?!
Ég heiti Anna Kristín Jensdóttir og starfa innan málaflokks réttinda fólks með fötlun auk þess að taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég er með BA gráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi.
Ég er í hjólastól og leita því að konum á aldrinum 20 og upp úr til að starfa hjá mér sem persónulegir aðstoðarmenn. Starfið hentar vel með skóla eða annarri vinnu og felur í sér að aðstoða mig um helgar og þriðjudagskvöldum við ýmis dagleg störf og ekki skemmir fyrir ef viðkomandi er léttur í lund og hefur gaman að því að horfa á íþróttaleiki, spila borðspil, kíkja út, og koma með ýmsar uppástungur. Þá finnst mér einnig gaman að nýta fríin mín í einhvað skemmtilegt, annaðhvort með fjölskyldunni, vinum eða sjálf með aðstoðarfólkinu mínu. Nú vantar mig fólk sem er tilbúið að taka stoðsendingar í mínu frábæra liði, eina helgi í mánuði og á þriðjudögum. Um helgar eru starfsmenn á samliggjandi vöktum (8 klukkustundir á föstudögum, 12 klukkustundir á laugardögum og 8 klukkustundir á sunnudögum). Á þriðjudögum er um kvöldvaktir að ræða, sem byrja eftir kl. 16, allt eftir því hvað ég vil gera. Allur vinnutími er samkomulagsatriði en er þó háður því hvað ég vil gera. Oft er gaman hjá okkur á vaktinni og ég nýt þess að að gera grín að því að ég sé í hjólastól. Persónulega er ég einnig United manneskja en hef ekki ákveðið hvar ég staðset mig fyrir komandi tímabil í Olís-deildinni, þó ég sé Framari inn við beinið að vissu leyti og er nú orðin aðeins harðari Framari, allavega í handboltanum. Þó er ég ekki viss um fótboltann hér heima. Engin skilyrði eru gerð um að halda með ákveðnum liðum í hand- og fótbolta, en aðrar hæfniskröfur eru:
- Hreint sakavottorð
- Bílpróf
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi
- Sveigjanleiki
- Íslenskukunnátta - (Gott að miða við stig B1 á Cefr staðli - https://www.coe.int/en/web/common-european-framework-reference-languages/table-1-cefr-3.3-common-reference-levels-global-scale)
- Þekking á hugmyndafræði um notendastýrða persónulega aðstoð er kostur en ekki krafa
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar og gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Um er að ræðað störf með miklum möguleikum á áframhaldandi starfi og aukavöktum. Hljómar það ekki frábærlega?
Ef þú hefur áhuga á taka stoðsendingu í liðinu, sækja um, eða vilt fá nánari upplýsingar, þá tek ég glöð við fyrirspurnum á netfangið npaakj@gmail.com.
Nú leitum við að starfsfólki á helgarvaktir og á þriðjudagskvöldum með möguleika á aukavöktum. Frábært með skóla eða annarri vinnu. Við erum tæknivæddur vinnustaður og til að auðvelda öllum þá munu ráðningarviðtöl fara fram á fjarfundi.
Hlakka til að heyra frá ykkur!
Anna Kristín
- Aðstoð við heimilishald
- Aðstoð við vinnu
- Aðstoð við tómstundir
- Bílpróf
- Hreint sakavottorð.
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi
- Íslenskukunnátta
Frítt fæði á vinnutíma