Hjúkrunarfræðingur - Dagdeild skurðlækninga Hringbraut
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á spennandi og fjölbreyttri hjúkrun í framsæknu starfsumhverfi. Starfshlutfall er 80-100%, vinnuskipulag er dagvinna og er unnið á tvískiptum vöktum. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Á dagdeild skurðlækninga er frábær starfsandi og metnaður til að ná árangri. Á deildinni er tekið á móti sjúklingum sem fara í dagaðgerðir ásamt undirbúningi sjúklinga fyrir stærri aðgerðir, s.s. aðgerða á kviðarholi, þvagfærum, hjarta- og brjóstholi og augum. Vaxandi starfsemi er móttaka bráðasjúklinga frá bráðamóttöku í Fossvogi, öðrum sjúkrahúsum, göngudeildum og að heiman. Einnig sjúklingum sem þurfa á styttri meðferð að halda og geta farið heim samdægurs, t.d. eftir lyfjagjöf, verkjameðferð, ástungur og aftöppun á vökva í kviðarholi. Opnunartími deildar er frá 07:00 til 20:00 virka daga.
Á deildinni starfar öflugur hópur hjúkrunarfræðinga sem getur miðlað mikilli þekkingu og reynslu og starfið gefur góða möguleika á starfsþróun. Áhersla er lögð á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og að veita góða og markvissa aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.