Ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild
Laus er til umsóknar staða ljósmóður á meðgöngu- og sængurlegudeild frá 1. mars 2025 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf í 50-100% starfshlutfalli í vaktavinnu. Leitað er eftir ljósmóður sem hefur áhuga á að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu.
Deildin er 21 rúma deild og þjónar fjölskyldum eftir fæðingu, sem og annast konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi. Góður starfsandi ríkir á deildinni og mörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.