Sumarstörf 2025 - Ritara- og skrifstofustörf
Laus eru til umsóknar fjölbreytt ritara- og skrifstofustörf fyrir sumarið 2025.
Við leitum eftir jákvæðum og þjónuliprum einstaklingum til að starfa á hinum ýmsu deildum Landspítala.
Í boði eru störf víða um Landspítala . Hvar liggur þinn áhugi?
Sumarstörf verða ekki auglýst sérstaklega niður á deildir/ þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.