Örugg afritun
Örugg afritun

Skrifstofustarf

Örugg afritun er ört stækkandi upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kerfisþjónustu, afritun og fjarskiptum fyrirtækja.

Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf á skrifstofu Öruggrar afritunar sem snýr að þjónustu til viðskiptavina og aðstoð með margvísleg störf. Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi sem er tilbúinn að starfa við fjölbreytt verkefni og krefst starfið lipurðar í samskiptum og getu til að halda mörgu boltum á lofti.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð með skipulag á innleiðingum á nýjum viðskiptavinum
  • Breytingar á þjónustuliðum núverandi viðskiptavina
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Samskipti við fjarskiptafyrirtæki og önnur upplýsingatækni fyrirtæki
  • Vöruinnkaup
  • Reikningagerð
  • Yfirferð skýrslna
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Áræðni og heiðarleiki
  • Geta til að halda nokkrum boltum á lofti í einu
  • Kostur að hafa unnið á fjarskiptamarkaði
  • Kostur að hafa einhverja tækniþekkingu
  • Þekking á DK bókhaldskerfi eða öðru sambærilegu
  • Íslensku kunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanleiki og möguleiki á faglegum vexti
  • Samkeppnishæf kjör
  • Frábæran vinnustað þar sem hugmyndir eru velkomnar og metnaður starfsfólks fær að njóta sín.   
Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur29. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bolholt 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar