Læknir með lækningaleyfi - Hefur þú áhuga á rannsóknalækningum?
Við sækjumst eftir læknum sem hafa áhuga á sérnámi í rannsóknarlækningum og blóðbankafræðum. Starfshlutfall er 100% og gæti viðkomandi hafið störf 1. feb 2025 eða eftir samkomulagi. Starfið er tímabundið í 6-12 mánuði eða samkvæmt nánara samkomulagi innan sérgreina rannsóknalækninga og Blóðbankans. Um er að ræða dagvinnu án vakta í flestum tilvikum. Umsækjendur velja sér sérsvið, auk þess að setja fram óskir varðandi þátttöku í starfsemi annarra sérgreina þar sem viðkomandi myndi fara í a.m.k. 3. mánaða blokkir innan valdra sérgreina.
Þær sérgreinar sem um ræðir á sviðinu eru sýkla- og veirufræði, erfða- og sameindalæknisfræði, blóðbankafræði, ónæmisfræði, meinafræði, klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði.
Við rannsóknarlækningar starfa reyndir sérfræðilæknar ásamt öðrum læknum í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun. Sérnám í rannsóknalækningum er í undirbúningi á Landspítala en hefur ekki hafist enn.