Sérfræðilæknir í heila- og taugaskurðlækningum
Starf sérfræðilæknis við heila- og taugaskurðlækningadeild á skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu Landspítala er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. mars 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er eftir metnaðarfullum sérfræðilækni í heila- og taugaskurðlækningum til að annast sérhæfða meðferð og eftirfylgd við sjúklinga okkar.
Við heila- og taugaskurðlækningar starfa 4 sérfræðilæknar í öflugum þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir spítalans. Sérgreinin býður upp á líflegt og krefjandi starfsumhverfi og mikil tækifæri til starfsþróunar. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun.