Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Við leitum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun og endurhæfingu aldraðra í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra. Landakot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir langa vinnudaga.
Útskriftardeild byggir á endurhæfingu fyrir aldraða sem útskrifast heim til sín á 2-4 vikum frá innlögn á deildina. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs.
Starfið felur í sér fjölbreytta hjúkrun og boðið er upp á ítarlega þjálfun fyrir nýtt starfsfólk. Starfið felur einnig í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við aðrar fagstéttir sem koma að meðferð og endurhæfingu sjúklinga innan og utan spítalans. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.