Sóltún heilbrigðisþjónusta
Undir merkjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu er m.a. rekið hjúkrunarheimilið Sóltún við Sóltún 2, hjúkrunarheimilið Sólvangur í Hafnafirði auk endurhæfingarþjónustu og heimaþjónustu.
Leiðtogi á Sólvangi, miðstöð öldrunarþjónustu Sóltúns
Við leitum að drífandi leiðtoga með mikla stjórnunarreynslu og skýra rekstrarsýn til að taka virkan þátt í að móta framtíð heilbrigðisþjónustu með fjölbreyttum og framsæknum þjónustuúrræðum.
Forstöðumaður Sóltúns á Sólvangi ber ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimilis, dagdvala, heimaþjónustu og endurhæfingu fyrir aldraða. Um er að ræða umfangsmikið og krefjandi starf sem snýst um að leiða starfsemina, skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi, þar sem gæði þjónustu, vellíðan skjólstæðinga og teymisvinna er í forgrunni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða hjúkrunarstarf og tryggja hámarks gæði hjúkrunarþjónustu með áherslu á öryggi og vellíðan skjólstæðinga.
- Þróa og innleiða breytingar. Stýra þróunarverkefnum og umbótastarfi, með áherslu á nýsköpun og skilvirkni.
- Leiða teymi, styrkja samstarf og efla stjórnendur og starfsfólk í störfum sínum. Byggja upp jákvætt vinnuumhverfi og styðja við faglega þróun.
- Tryggja rekstrarlega hagkvæmni. Skipuleggja og hafa yfirumsjón með rekstri heimilisins, í takt við fjárhagsáætlanir og stefnu.
- Uppbygging og þróun á Sóltúni Heima, ábyrgð á rekstri, stefnumótun og þróun heimaþjónustu.
- Uppbygging og þróun á Sóltúni Heilsusetri, ábyrgð á rekstri, stefnumótun og þróun endurhæfingarúrræðis fyrir aldraða.
-
Forstöðumaður situr í framkvæmdaráði Sóltúns þar sem helstu ákvarðanir félaganna eru teknar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi eða heilbrigðismenntun sem nýtist í starfi
- Meistaragráða sem nýtist í starfi er kostur
- Umfangsmikil reynsla af stjórnunarstörfum og þekking á rekstri heilbrigðisstofnana
- Þekking á breytingastjórnun og geta til að leiða breytingar
- Mikil hæfni í samskiptum, teymisvinnu og jákvæðri forystu
- Lausnamiðuð hugsun, gróskuhugarfar og vilji til að taka frumkvæði í verkefnum
- Góð skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi
- Glöggt auga fyrir tækifærum, frumkvæði og drifkraftur
- Tengslanet við stjórnsýslu á sveitarstjórnar- eða ríkisvettvangi er kostur
Auglýsing birt3. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Leiðtogahæfni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri kvenlækningadeildar
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri barna- og unglingageðdeildar
Landspítali
Embætti landlæknis
Heilbrigðisráðuneytið
Verslunarstjóri VERO MODA Kringlunni
Bestseller
Embætti forstöðumanns hjá Fangelsismálastofnun ríkisins
Fangelsismálastofnun