Sumarstörf 2025 - Umönnun á Landakoti
Landspítali auglýsir eftir starfsfólki í umönnun á öldrunarlækningadeildum Landakots næsta sumar. Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir góða vinnudaga.
Við upphaf starfs er boðið upp á einstaklingshæfða aðlögun og umönnunarnámskeið undir leiðsögn sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, sem undirbýr starfsfólk til að sinna sjúklingum á öruggan hátt. Vaktafyrirkomulag, starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag.
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.