

Ertu sérfræðingur í hjúkrun?
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun á göngudeild lyflækninga A3 í Fossvogi með áherslu á skjólstæðinga með langvinna lungna- og öndunartengda sjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk, auk klínískra starfa, er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Á er fjölbreytt og sérhæfð starfsemi og þar starfa um 50 einstaklingar á níu sérhæfðum einingum. Á göngudeildina koma sjúklingar í viðtal og eftirlit til lækna, hjúkrunarfræðinga og annars fagfólks m.a. vegna lungna-, ofnæmis- og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu, í reglulegt eftirlit vegna langvinnra eða alvarlegra sjúkdóma og í ýmsar rannsóknir og meðferðir. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til vaxtar í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum.
Ráðið er í starfið 15. júní 2025 eða skv. nánara samkomulagi.






























































