

Námsstaða ljósmóður í fósturgreiningu
Í boði er námsstaða ljósmóður í fósturgreiningu á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu kvennadeilda. Staðan er til eins árs, miðað við 80-100% starfshlutfall og ráðið í stöðuna frá 1. september 2025.
Kennsla og aðlögun fer fram á deildinni sem og með námskeiðum erlendis frá. Gert er ráð fyrir að það taki eitt ár í 100% starfi að fá réttindi til að framkvæma fósturgreiningar.
Ljósmæður deildarinnar sinna fósturgreiningu hjá konum á meðgöngu. Náið samstarf er á milli ljósmæðra og lækna á deildinni.
Starf fósturgreinandi ljósmóður er líkamlega krefjandi og skjánotkun er mikil og stöðug. Fjöldi koma í fósturgreiningu eru í kringum 11-12 þúsund á ári hverju. Starfsemi deildarinnar felst í þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu.








































