

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Bráðalyflækningadeild A2
Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á bráðalyflækningadeild A2 í Fossvogi frá 1. maí 2025 eða eftir samkomulagi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á hjúkrun, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi.
Bráðalyflækningadeild sinnir breiðum hópi sjúklinga með bráð og langvinn lyflæknisfræðileg vandamál sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús og falla undir almennar lyflækningar. Deildin er 19 rúma lyflækningadeild þar sem hjúkrunarviðfangsefnin eru mjög fjölbreytt. Á deildinni starfar öflugur og samhentur hópur í þverfaglegum teymum og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Góður starfsandi ríkir sem og metnaður. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga. Mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu.

















































