Heilsustofnun NLFÍ
Heilsustofnun NLFÍ
Heilsustofnun NLFÍ

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa - sumarafleysingar

Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Heilsustofnun í Hveragerði. Um er að
ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfið felur í sér
einstaklingsmiðaða hjúkrun, almenn hjúkrunarstörf og fræðslu. Unnið er á þrískiptum
vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Íslenskt starfsleyfi og góð íslenskukunnátta
• Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
• Reynsla af þverfaglegu meðferðarstarfi er kostur
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum 

Fríðindi í starfi

Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu er í boði hollt og gott grænmetisfæði. Möguleiki er á húsnæði á staðnum og einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn.

Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur14. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Grænamörk 10, 810 Hveragerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar