
Heilsustofnun NLFÍ
Heilsustofnun NLFÍ er í Hveragerði, sem er lifandi og blómlegur bær, rétt austur af Reykjavík. Um 100 manns starfa á Heilsustofnun og þar er veitt fjölbreytt endurhæfing
fyrir um 1.350 einstaklinga á ári hverju. Endurhæfingin er einstaklingsmiðuð og unnið er í þverfaglegum teymum ólíkra fagstétta. Við meðferð er lögð áhersla á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld, fræðsla og fagleg ráðgjöf er einnig stór þáttur í starfinu. Kjörorð Heilsustofnunar eru: Berum ábyrgð á eigin heilsu.

Innlagnaritari óskast til starfa
Staða heilbrigðisgagnafræðings er laus til umsóknar. Önnur heilbrigðismenntun kemur einnig til greina. Starfshlutfall er 80% eða eftir samkomulagi. Starfið felst í innskráningum dvalargesta og læknaritun.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Heilbrigðisgagnafræðingur eða önnur heilbrigðismenntun
· Góð hæfni í mannlegum samskiptum
· Skipulagshæfni og frumkvæði
Fríðindi í starfi
Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu
er í boði hollt og gott grænmetisfæði.
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Grænamörk 10, 810 Hveragerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar