Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.
Sóltún - Sjúkraliði, verkefnastjóri
Sóltún hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða sjúkraliða í stöðu verkefnastjóra.
Starfið býður upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni, en það felur m.a. í sér spennandi leiðtogahlutverk og verkefnastjórnun auk almennra starfa sjúkraliða við hjúkrun íbúa.
Um er að ræða 80-100% starfshlutfall en vaktafyrirkomulag er samkomulagsatriði.
Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og jákvæðu viðmóti.
Hreint sakavottorð og íslenskukunnátta C1 er skilyrði.
Við hvetjum öll áhugasöm að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Björk Sigurðardóttir, forstöðukona á netfangið hildurbjork@soltun.is
Gildin okkar eru umhyggja, velferð, vellíðan og sjálfræði.
Auglýsing birt2. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Viðskiptastjóri
Medor
Viðskiptaþróunarstjóri
Medor
Sumarstarf – Sjúkraliðar
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Félagsliði eða sjúkraliði óskast í hlutastarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Staða sjúkraliða við frístund í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Sótthreinsitæknir á skurðstofur Fossvogi
Landspítali
Sumarstörf 2025 - Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar
Landspítali
Sjúkraliði á lager skurðstofu Fossvogi
Landspítali
Ráðgjafi
Vinakot
Sóltún - Hjúkrunarfræðingur
Sóltún hjúkrunarheimili
Gæsla á upplifunarsvæði - Hlutastarf
Bláa Lónið
Sjúkraliði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið