

Sérfræðilæknir í meltingarlækningum - hlutastarf
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í meltingarlækningum eða læknis með sambærilega þjálfun sem nýtist í starfi meltingarlækninga varðandi grindarbotnsvanda og speglanir.
Á meltingarlækningaeiningunni fer m.a. fram uppbygging sérhæfðrar þjónustuteyma í samstarfi við aðrar sérfræðigreinar og fagstéttir, framsækin starfsemi við meltingarvegsspeglanir bæði í greiningar- og meðferðarskyni og metnaðarfullt vísindastarf. Við eininguna gefast tækifæri til að vaxa og þróast áfram í starfi að loknu sérnámi og taka þátt í áhugaverðum verkefnum.
Við sækjumst eftir sérfræðilækni með breiða þekkingu og reynslu af grindarbotnsvanda, sem og af speglunum meltingarvegs. Miðað er við 40% starfshlutfall.
Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
























































