

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á lyflækningadeild
Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun, stjórnun, ásamt gæða- og umbótastarfi, í starf aðstoðardeildarstjóra á lyflækningadeild B7 Fossvogi. Starfið er laust frá 1. maí 2025 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf í dagvinnu að mestu og er starfshlutfall 100%.
Deildin er 18 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga innan lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.





























































