

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild öldrunarlækninga á Landakoti
Tækifæri fyrir framsækinn hjúkrunarfræðing!
Viltu vera hluti af öflugu teymi sem veitir öldruðum einstaklingum sérhæfða þjónustu og stuðlar að bættum lífsgæðum?
Á göngudeild Landakots vinnum við saman að því að veita einstaklingsmiðaða umönnun og stuðning. Við leitum að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við okkur. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, hvetjandi og tilbúinn að taka virkan þátt í faglegri þróun og uppbyggingu deildar.
Við veitum þér einstaklingsmiðaða aðlögun í upphafi starfsins. Starfshlutfall er 80-100% eða eftir nánara samkomulagi og er upphaf starfa samkvæmt samkomulagi en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.






























































