

Sálfræðingar í sálfræðiþjónustu Landspítala
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa allt að 10 metnaðarfulla og sjálfstæða sálfræðinga með góða samskiptafærni sem hafa áhuga á fjölbreyttu starfi í þverfaglegu spítalaumhverfi. Sex hinna auglýstu starfa eru ótímabundin. Fjögur eru tímabundin vegna afleysinga og eru til eins árs.
Um er að ræða faglega krefjandi störf á spennandi vettvangi fyrir sálfræðinga sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Landspítali er þverfaglegur vinnustaður og býður upp á líflegt starfsumhverfi. Störfin eru við ólíkar einingar innan geðþjónustu t.d. áfallateymi, móttökugeðdeild og bráðamóttöku og fela fyrst og fremst í sér greiningar- og meðferðarvinnu með fólki sem er að takast á við alvarlegan geðvanda. Einnig eru störf í sálfræðiþjónustu vefrænna deilda. Megin hlutverk sálfræðinga þar er að bjóða upp á sálfræðinglega greiningu og meðferð fyrir fólk með heilsufarsleg vandamál.
Hjá sálfræðiþjónustunni starfa 80 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð. Lögð er áhersla á að sálfræðingar á Landspítala fái öfluga handleiðslu og símenntun í faginu.
Ráðið er í störfin frá 1. maí 2025 eða eftir nánara samkomulagi.




























































