

Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild/ tímavinna eða fast starfshlutfall
Laus eru til umsóknar störf hjúkrunafræðingaá hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G við Hringbraut. Um er að ræða bæði störf í föstu starfshlutfalli eða tímavinnu ef áhugi er á að taka stakar óreglubundnar vaktir. Við viljum ráða framsækna og metnaðarfulla hjúkrunarfræðinga með brennandi áhuga á hjúkrun hjarta-, lungna- og augnsjúklingum. Unnið er í vaktavinnu og og eru störfin laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Við hvetjum hjúkrunarfræðinga sem hafa ekki unnið á Landspítala áður eða langt er síðan þeir unnu við hjúkrun að hika ekki við að sækja um starfið.
Á deildinni starfar öflugur og áhugasamur hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í .































































