

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður - nýtt starf á göngudeild taugasjúkdóma A3 Fossvogi
Laust er til umsóknar nýtt starf heilbrigðisritara/ skrifstofumanns á göngudeild lyflækninga A3 í Fossvogi. Starfshlutfall er 100% og um dagvinnustarf er að ræða, virka daga, sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt verkefni. Á deildinni er sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga með taugasjúkdóma á borð við blóðrásartruflanir í heila, hreyfitaugungahrörnun (MND), heila- og mænusigg (MS), flogaveiki og Parkinsonsjúkdóm.
Á göngudeildinni gefst spennandi tækifæri fyrir viðkomandi að þróa nýtt starf með góðum hópi samstarfsfólks. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Það er mjög góð samvinna og teymisvinna með sérfræðilæknum einingarinnar og öðrum fagstéttum.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Upphaf starfs er frá 20. apríl 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.































































