

Hjúkrunarfræðingur í sérhæfðu meðferðarteymi á göngudeild lyndisraskana
Göngudeild lyndisraskana í geðþjónustu Landspítala, auglýsir lausa stöðu hjúkrunarfræðings. Innan deildarinnar starfa eftirfarandi meðferðarteymi:
- Áfallateymi
- Átröskunarteymi
- DAM-teymi
- Geðhvarfateymi
- Þunglyndis- og kvíðateymi, ÞOK
- Öldrunargeðteymi
Teymin eru þverfagleg, sérhæfð meðferðarteymi og tilheyra göngudeild lyndisraskana. Starfsvettvangur hjúkrunarfræðings verður innan eins eða fleiri ofangreindra teyma sem öll eru staðsett á Kleppi, nema ÞOK-teymi og Öldrunargeðteymi sem staðsett eru við Hringbraut.
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi með framhaldsmenntun í geðhjúkrun og/eða 2-5 ára reynslu af starfi í geðþjónustu. Meðferðareining lyndisraskana leggur áherslu á góðan starfsanda, þverfaglega teymisvinnu og stöðugar umbætur.
Starfið felst meðal annars í mati á þörfum einstaklinga, mati á geðrænum og líkamlegum einkennum, þróun og innleiðing á einstaklingsbundinna meðferðaráætlana og mati á árangri þjónustunnar. Í boði eru fjölbreytt tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri þjálfun og starfsþróun og boðið er upp á faglega leiðsögn. Hjúkrunarfræðingur í meðferðareiningu lyndisraskana er virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar innan geðþjónustu Landspítala.
Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í dagvinnu. Ráðning er frá 1. maí 2025 eða eftir nánara samkomulagi.































































