

Hjúkrunarfræðingur á barna- og unglingageðdeild - BUGL
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Ráðið verður í störfin eftir samkomulagi. Bæði er um starf á legudeild og göngudeild að ræða og verkefni taka mið af áhugasviði, færni og fyrri reynslu. Þannig geta störfin hentað bæði nýju og reynslumiklu fagfólki. Á göngudeild er unnið í dagvinnu en á legudeild er vinnufyrirkomulag vaktavinna.
BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingshæfð og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á styttingu biðtíma.































































