Yfirlæknir brjóstaskurðlækninga
Starf yfirlæknis brjóstaskurðlækninga á hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu Landspítala er laust til umsóknar.
Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi; þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs.
Leitað er eftir sérfræðilækni með reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs. Starfið er unnið í nánu samstarfi við forstöðulækni og framkvæmdastjóra hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu, yfirlækni og deildarstjóra Brjóstamiðstöðvar og annað starfsfólk.
Næsti yfirmaður er forstöðulæknir hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum
Íslenskt sérfræðileyfi í brjóstaskurðlækningum
Færni í stjórnunarhlutverki, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
Umtalsverð færni og virkni á sviði brjóstaskurðlækninga
Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar
Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar á þeim sviðum
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun brjóstaskurðlækninga, þ.m.t. kennslumál og vísindastarf
Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði einingarinnar
Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á einingunni
Klínísk vinna sérfræðilæknis
Samstarf innan og utan stofnunar með teymisvinnu í þágu sjúklinga að leiðarljósi
Framfylgir stefnumótun og áherslum framkvæmdastjórnar