

Mannauðsráðgjafi í málefnum og ráðningum erlends starfsfólks
Hefurðu áhuga á málefnum og ráðningum erlends starfsfólks?
Mannauðsdeild Landspítala óskar eftir að ráða jákvæðan og metnaðarfullan mannauðsráðgjafa til að taka þátt í ráðningum og málefnum erlends starfsfólks innan Landspítala.
Meðal verkefna eru aðstoð við ráðningar, umsýsla gagna og stuðningur við stjórnendur. Viðkomandi þarf að hafa mjög ríka þjónustulund og hafa gaman af því að vinna með fólki. Á Landspítala starfa um 700 einstaklingar af erlendum uppruna í ólíkum störfum.
Ráðið er í starfið frá 1. desember 2025 eða eftir nánara samkomulagi og starfshlutfall er 80%.
Á mannauðsdeild starfa um 23 einstaklingar og heyrir deildin rekstrar- og mannauðssviði. Helstu verkefni deildarinnar eru m.a. mótun og innleiðing verklags við mönnun og ráðningarferla, þ.e. öflun umsækjenda, umsjón með miðlægri heilsuvernd starfsmanna. Einnig sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu, starfsumhverfiskönnunum og umbótaverkefnum á sviði mannauðsmála, starfsumhverfis, vinnuverndar og öryggismála.































































