

Hjúkrunarfræðingur í heimaöndunarvélateymi
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í heimaöndunarvélateymi Landspítala (HÖT) á göngudeild A3 í Fossvogi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með áhuga á krefjandi verkefnum.
HÖT er þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og lækna sem hafa sérþekkingu á sviði lungnasjúkdóma og öndunarbilunar sem er meðhöndluð með ytri eða innri öndunarvél. Teymið kemur að mati, greiningu, meðferð og eftirfylgd sjúklinga og fjölskyldna þeirra bæði innan spítala og í heimahúsum. Náið samstarf er við deildir Landspítala sem og umönnunaraðila og starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana.
Starfshlutfall er 50-70%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Viðkomandi fær góða starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum teymisins.





























































