Hjúkrunardeildarstjóri flæðisdeildar
Starf hjúkrunardeildarstjóra flæðisdeildar á Landspítala er laust til umsóknar. Við leitum að öflugum og metnaðarfullum stjórnanda til að leiða og þróa starfsemi deildarinnar, efla þverfaglegt samstarf og byggja upp góða liðsheild.
Flæðisdeildin er samsett úr innlagnastjórum og útskriftarteymi sem vinna þétt saman að því að gera ferðalag sjúklingsins í gegnum Landspítala sem best fyrir hann og hans þarfir hverju sinni. Að auki mun ný útskriftamiðstöð tilheyra deildinni en áætlað er að hún taki til starfa árið 2026. Hópurinn er samstilltur og skemmtilegur. Hvatt er til vettvangsheimsókna til helstu samstarfsaðila sem og símenntunar og fræðslu. Þá teflir flæðisdeild fram sigurstranglegu liði í Lífshlaupinu ár hvert.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi með faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
Framhaldsmenntun í hjúkrun og/ eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
Reynsla af flæðismálum s.s. innlagnarstjórn eða reynsla í útskriftamálum er skilyrði
Leiðtogahæfni, áhugi og vilji til að leiða breytingar og umbætur
Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót, og lífsviðhorf og lausnamiðuð nálgun
Hæfni til að leiða teymi og vinna að sameiginlegum markmiðum
Mjög góð hæfni í samskiptum og jákvætt viðmót
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og í ræðu og riti
Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg ábyrgð: Uppbygging, þróun og skipulagning starfseminnar. Setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni. Tekur þátt í vísinda- og rannsóknarstarfi
Starfsmannaábyrgð: Uppbygging mannauðs og dagleg stjórnun starfsfólks deildarinnar
Fjárhagsleg ábyrgð: Stjórnun rekstrarkostnaðar deildarinnar
Forysta: Tekur þátt í áframhaldandi uppbyggingu, skipulagningu og þróun flæðis sjúklinga á Landspítala í samstarfi við innri og ytri aðila.
Gæði og öryggi: Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt og stuðlar að menningu sálræns öryggis
Samstarf: Er leiðandi í flæðismálum Landspítala í breiðu samhengi. Er framkvæmdastjóra hjúkrunar til ráðgjafar um mál er varða flæði, útskriftir og skipulag því tengdu. Er í þéttu samstarfi við ytri hagaðila s.s. aðrar heilbrigðisstofnanir og Heilbrigðisráðuneyti vegna flæðismála.
Stefna og áherslur: Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala