

Aðstoðarmaður deildarstjóra geðrofs- og samfélagsgeðteymis
Hefur þú ánægju af því að vinna með fólki að sameiginlegum markmiðum?
Við leitum að skipulögðum einstaklingi sem hefur yfirsýn, frumkvæði og brennur fyrir jákvæðri vinnustaðamenningu. Starf aðstoðarmanns deildarstjóra er lifandi og fjölbreytt starf þar sem enginn dagur er eins. Starfið hentar vel þeim sem hafa áhuga á utanumhaldi margþættra verkefna og felur meðal annars í sér þátttöku í umbótastarfi, auk víðtækra samskipta við starfsfólk og stjórnendur. Viðkomandi mun vinna náið með deildarstjóra og öðrum stjórnendum teymis.
Meginverkefni geðrofs-og samfélagsgeðteymis er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, atvinnuráðgjafar, jafningjar og málastjórar með fjölbreyttan bakgrunn.
Við vinnum saman af heilum hug og fögnum nýjum röddum, sjónarhornum og hugmyndum.
Starfshlutfall er 60-100% og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara nánara samkomulagi. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Eygló Einarsdóttur, deildarstjóra.































































