

Sjúkraþjálfari á Grensási
Við sækjumst eftir sjúkraþjálfara í spennandi starf á endurhæfingardeild Grensási.
Á deildinni er 24 rúma sólarhringsdeild og 30-40 einstaklingar á dagdeild auk göngudeildar. Í sjúkraþjálfun á Grensási vinnur samhentur hópur sem sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefst því gott tækifæri til að öðlast fjölþætta reynslu. Lögð er áhersla á fagþróun, rannsóknir og kennslu heilbrigðisstétta og þverfaglegt samstarf. Unnið er að nýbyggingu við Grensás, þar verður meðal annars ný og stærri aðstaða fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 1. nóvember 2025 eða eftir samkomulagi.






























































