

Hjúkrunarfræðingur/ teymisstjóri - Endómetríósuteymi Landspítala
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í að efla og þróa þjónustu endómetríósuteymis á Landspítala. Um er að ræða spennandi starf þar sem unnið er í þverfaglegu teymi. Viðkomandi mun, ásamt því að starfa sem teymisstjóri og halda utan um starfsemi teymisins, sinna öðrum verkefnum á móttöku kvenlækningadeildar.
Hjúkrunarfræðingurinn verður virkur þátttakandi í mótun framtíðarsýnar og eflingu þjónustu teymisins sem og stuðla að og þróa samstarf við hagsmunaaðila.
Unnið er að fjölbreyttum umbótaverkefnum og bjóðast margvísleg tækifæri til starfsþróunar.
Starfshlutfall er 80-100%, dagvinna og er starfið laust frá 1. nóvember 2025 eða eftir samkomulagi.
Á kvenlækningadeild starfar samhent teymi starfsfólks sem veitir fjölþætta heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn. Deildin, sem er í senn göngu-, dag- og legudeild, sinnir bráðatilfellum kvensjúkdóma sem og konum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Auk þess sinnir deildin bráðatilvikum kvensjúkdóma utan opnunartíma bráðaþjónustu kvennadeilda.































































