Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Sjúkrahóteli
Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun, stjórnun, gæða- og umbótastarfi, í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á Sjúkrahóteli Landspítala við Hringbraut. Um er að ræða tímabundið starf í dagvinnu til eins árs, frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Sjúkrahótelið er 75 herbergja og þar geta einnig dvalið aðstandendur sjúklinga, foreldrar sem bíða fæðingar eða fólk sem býr fjarri sérhæfðri heilbrigðisþjónustu.
Aðstoðardeildarstjóri er virkur þátttakandi í stjórnendateymi og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
Framhaldsmenntun í hjúkrun og/ eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
Leiðtogahæfni
Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
Faglegur metnaður, frumkvæði og geta til að leiða umbótastarf
Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Frumkvæði og sjálfstæði
Góð tölvukunnátta
Mjög góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
Tekur þátt ásamt stjórnendateymi sjúkrahótels í ýmsum verkefnum tengdum stjórnun, rekstri, þjónustu og mannauðsmálum
Vinnur náið með stjórnendateymi að mótun liðsheildar
Afleysing deildastjóra eftir þörfum