

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á smitsjúkdómadeild
Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á hjúkrun, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Starfið er laust 1. október 2025 eða eftir samkomulagi.
Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 einstaklingar í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga. Mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu.



























































