

Gæðastjóri Veitingaþjónustu
Við leitum að öflugum gæðastjóra til liðs við Veitingaþjónustu Landspítala. Í boði er skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem þú hefur raunveruleg áhrif. Þú færð tækifæri til að starfa í faglegu teymi sem leggur áherslu á gæði og góða þjónustu, í vinnuumhverfi þar sem skapandi hugmyndir fá að njóta sín. Starfið er hjá einum stærsta vinnustað landsins sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki og býður upp á öryggi, frábært samstarfsfólk og fjölskylduvænt starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Hjá Veitingaþjónustu starfa um 100 einstaklingar en deildin heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi þar sem við framleiðum og afgreiðum um 6.000 máltíðareiningar á dag. Deildin starfrækir jafnframt 9 matsali og 2 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við nýstárlega sjálfsafgreiðslu.
Gæðastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri málaflokksins, viðheldur matvælaöryggi og ber ábyrgð á að verklag uppfylli bæði innri og ytri kröfur sem gerðar eru. Viðkomandi vinnur að stöðugum umbótum, sinnir innri úttektum, frávikaskráningu og úrvinnslu. Gæðastjóri vinnur náið með stjórnendum og starfsfólki að gerð verklags og vinnulýsinga og stuðlar að virku daglegu gæðaeftirliti.
Við sækjumst eftir aðila með brennandi áhuga á gæðamálum, ferlum, skipulagi og stöðugum umbótum. Starfið krefst skipulagshæfni og getu til þess að stýra verkefnum á farsælan hátt. Um er að ræða fullt dagvinnustarf og er starfið laust nú þegar.
- Tryggja að gæði og matvælaöryggi séu í fyrirrúmi í allri framleiðslu Veitingaþjónustu
- Leiðir innleiðingu og stöðugt endurmat á gæðaferlum
- Fylgjast með að hráefni, framleiðsluferlar og lokaafurðir uppfylli viðmið
- Tekur þátt í skipulagi og framkvæmd fræðsluáætlunar fyrir starfsfólk í gæða- og matvælaöryggismálum
- Samskipti við ytri eftirlitsaðila
- Innri úttektir, skráning og meðhöndlun frávika
- Vinna náið með teymi okkar að stöðugum umbótum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og áhugi á því að takast á við fjölbreytt verkefni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af gæðastjórnun í matvælaframleiðslu er æskileg
- Þekking á matvælalöggjöf og gæðastöðlum er æskileg
- Nákvæmi, góð skipulagsfærni og sjálfstæði í starfi
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti


























































