Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri í skipulagsmálum

Umhverfissvið Kópavogsbæjar óskar eftir að ráða öflugan arkitekt eða skipulagsfræðing til starfa í skipulagsdeild. Viðkomandi starfar með skipulagsfulltrúa við skipulagsgerð og afgreiðslu skipulagsmála.

Um er að ræða fjölbreytt starf og krefjandi verkefni í skapandi og faglegu umhverfi. Mörg spennandi skipulagsverkefni eru framundan hjá Kópavogsbæ. Má til dæmis nefna deiliskipulag nýrra hverfa í Vatnsenda, þróun byggðar í Gunnarshólma, skipulag miðbæjarins, Hamraborgar og Auðbrekku ásamt fleiru. Næsti yfirmaður verkefnastjóra er skipulagsfulltrúi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjölbreytt verkefni við gerð aðal- og deiliskipulags

  • Vinnur við grenndarkynningar
  • Verkstjórn við gerð og mótun skipulagsáætlana

  • Umsagnir um fyrirspurnir, umsóknir og skipulagstillögur

  • Gagnaöflun, úrvinnsla og undirbúningur funda skipulags- og umhverfisráðs, ásamt kynningu erinda

  • Samskipti, ráðgjöf og samráð við íbúa, hagsmunaaðila og skipulagsráðgjafa

  • Veita íbúum ráðgjöf varðandi skipulagsmál

  • Samskipti við lögaðila og stofnanir

  • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í arkitektúr, skipulagsfræði eða önnur menntun sem uppfyllir skilyrði 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
  • Þekking á skipulagsgerð og málsmeðferð skipulagsáætlana er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og samviskusemi í vinnubrögðum
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á hönnunar- og teikniforritum sem nýtast í starfi, t.d. Autocad
  • Góð framsögufærni
  • Góð færni í íslensku í ræðu og riti, uppsetningu gagna og framsetningu
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur16. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar