

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í Lautina á Akureyri - athvarf fyrir fólk með geðraskanir
Laus er til umsóknar staða háskólamenntaðs starfsmanns í Lautinni, athvarfi fyrir geðfatlaða á Akureyri. Um er að ræða 70% ótímabundna stöðu. Unnið er í dagvinnu á virkum dögum.
Kostur er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun október eða samkvæmt samkomulagi.
Starfið er krefjandi, skemmtilegt og fjölbreytt. Leitað er að sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi. Mikilvægt er að viðkomandi sé fær í mannlegum samskiptum.
Markmið með rekstri Lautarinnar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Lautin hefur einkum fjóra megin hornsteina að leiðarljósi, þeir eru:
- Stuðla að heilsu og vellíðan.
- Hvetja til samfélagslegrar þátttöku og virkni.
- Auka persónulega færni, vellíðan og sjálfseflingu.
- Virkja daglega iðju, sköpun, tjáningu og menningarlega upplifun.
Lögð er áhersla á að skapa afslappað og notalegt andrúmsloft fyrir gesti Lautarinnar svo þeir geti notið þeirrar þjónustu sem í boði er. Velferðarsvið Akureyrarbæjar vinnur eftir hugmyndafræði valdeflingar og þjónandi leiðsagnar. Allir starfsmenn þurfa að tileinka sér þessa hugmyndafræði og vinna eftir henni.
- Að veita faglega ráðgjöf og stuðning við notendur og starfsfólk.
- Að taka þátt í faglegri uppbyggingu og skipulagningu á þjónustunni í samstarfi við forstöðumann.
- Starfið felur í sér vönduð og öguð vinnubrögð.
- Að taka þátt í gerð dagsskipulags.
- Að vinna náið með forstöðumanni og vera leiðbeinandi við starfsfólk um fagleg vinnubrögð á starfsvettvangi.
- Að taka þátt í mótun starfseminnar.
- Að aðstoða við athafnir daglegs lífs.
- Að taka þátt í öllum almennum störfum innan Lautarinnar.
- Háskólamenntun (B.S., B.A., B.Ed.) á félags- eða uppeldissviði sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi með fólki með geðræna erfiðleika er kostur.
- Reynsla af teymisvinnu er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Sjálfstæði í störfum og frumkvæði eru skilyrði.
- Færni í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri.
- Mikilvægir eiginleikar eru sveigjanleiki, samviskusemi, lipurð og jákvætt viðhorf til fólks.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
- Gerð er krafa um vammleysi s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.



















