

Síðuskóli: Starfsfólk í skóla með stuðning
Í Síðuskóla er laus til umsóknar tímabundin staða starfsfólks í skóla með stuðning. Ráðningartími er skólaárið 2025-2026 og möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða 100% starf þar sem viðkomandi starfar inn í árgangi fyrri hluta dags og í Frístund seinni hluta dags.
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Síðuskóli starfar samkvæmt hugmyndafræði SMT-skólafærni og er Grænfánaskóli og Réttindaskóli UNICEF. Í skólanum er unnið með hvatningu og hrós sem er góð leið til að sýna börnum jákvæða athygli, kenna þeim æskilega hegðun og viðhalda henni.
Í Síðuskóla er sérdeild fyrir einhverfa nemendur og þjónustar hún þá nemendur sem búsettir eru á Akureyri og hlotið hafa einhverfu greiningu.
Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu.
Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.siduskoli.is
- Móttaka og umsjón með nemendum.
- Aðstoðar kennara við að framfylgja náms- og starfsáætlun.
- Veitir sértæka og/eða almenna aðstoð við einstaka nemanda í námi og við athafnir daglegs lífs.
- Fylgir nemendum í dags- og vettvangsferðir.
- Gæsla innanhúss og utanhúss eftir því sem þörf er á.
- Önnur störf sem yfirmaður kann að fela viðkomandi.
- Áhugi á að starfa með börnum er skilyrði.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum er kostur.
- Hefur yfir að ráða hvers kyns hæfileikum, menntun eða þekkingu sem er til þess fallin að auðga skólastarfið.
- Getur unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og beitt viðeigandi leiðum við lausn verkefna.
- Samviskusemi og reglusemi.
- Sveigjanleiki í starfi, stundvísi, jákvæðni og færni í samskiptum.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.


















