
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Þjónustu- og menningarsvið: Umsjón mötuneytis
Þjónustu- og menningarsvið óskar eftir því að ráða starfsmann til að annast mötuneyti fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar í Ráðhúsi og Glerárgötu 26.
Við leitum að öflugum liðsfélaga sem býr yfir góðri samskiptafærni, þjónustulund og hefur metnað og hæfni til að bjóða upp á ferskan, hollan og fjölbreyttan mat.
Um fullt starf, ótímabundið, er að ræða sem hefur í för með sér 36 stunda vinnuviku og þónokkurn sveigjanleika.
Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf fljótlega.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Matseld og framreiðsla fyrir starfsfólk í Ráðhúsi og Glerárgötu 26
- Matseðlagerð, innkaup, pantanir, birgðavarsla, frágangur, uppvask og allur daglegur rekstur mötuneytis
- Kaffiveitingar vegna funda og viðburða
- Áritun reikninga og uppgjör
- Þátttaka í mótun stefnu og áherslna fyrir mötuneytið, þróun þjónustunnar í samræmi við þarfir notenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í matvælagreinum, s.s. matartækninám
- Sveinspróf í matreiðslu er mikill kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Hreinlæti og snyrtimennska
- Góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð samskiptafærni
- Rík þjónustulund
- Frumkvæði, launsamiðuð hugsun og vilji til að þróa þjónustuna
- Bílpróf
- Íslenskukunnátta
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMatreiðsluiðnSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSnyrtimennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Síðuskóli: Starfsfólk í skóla með stuðning
Akureyri

Verkefnastjóri mælinga og eftirlits
Akureyri

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri

Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Akureyri

Forstöðumaður nýframkvæmda og viðhalds gatna og stíga
Akureyri

Félagsmiðstöðvarfulltrúar í grunnskólum Akureyrarbæjar
Akureyri
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarmatráður og starfsmaður í skólaeldhús
Waldorfskólinn Sólstafir

Leikskólinn Klambrar - mötuneyti
Skólamatur

Starfsmaður í eldhúsi / chef, kitchen staff
Kungfu ehf.

Kokkur / chef
Lóla Restaurant

Leitum að áhugasömum matreiðslumönnum
Kol Restaurant

Kokkur óskast í fullt starf / Full time Cook wanted
Ráðagerði Veitingahús

Sælkeramatur óskar eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum í mötuneyti.
Sælkeramatur ehf.

Aðstoðarmatráður óskast í leikskólann Læk
Lækur

Kjötkompaní - hlutastarf í verslunum
Kjötkompaní ehf.

Gelato maker / kitchen staff
Gaeta Gelato

Yfirkokkur – Stracta Hótel
Stracta Hótel

Starf í framleiðslueldhúsi
Kjötkompaní ehf.