Akureyri
Akureyri
Akureyri

Félagsmiðstöðvarfulltrúar í grunnskólum Akureyrarbæjar

Við grunnskóla Akureyrarbæjar eru lausar til umsóknar stöður félagsmiðstöðvarfulltrúa. Um er að ræða 100% ótímabundnar stöður. Vinnutími er breytilegur, dag-, kvöld-, eða helgarvinna. Kostur er að viðkomandi geti hafið störf í september eða samkvæmt samkomulagi.

Félagsmiðstöðvarfulltrúi er starfsmaður grunnskóla og starfar innan málaflokks forvarna- og frístunda. Markmið innan málaflokksins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem virkni og forvarnir eru höfð að leiðarljósi. Viðfangsefni eru forvarnaverkefni og virkniúrræði sem stuðla að velferð nemenda á mið- og unglingastigi. Í því felst m.a. að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Bjóða skal upp á fjölbreytt viðfangsefni og stuðning sem höfðar til ólíkra hópa.

Forvarnarteymi skóla skipuleggur og útfærir forvarnarfræðslu út frá stöðu forvarnarmála og þörfum hverju sinni. Félagsmiðstöðvarfulltrúi situr í forvarnarteymi og kemur forvarnarfræðslu til framkvæmdar.

Auglýsingu fyrir hvern skóla má finna hér;

Brekkuskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37277

Giljaskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37274

Glerárskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37289

Lundarskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37261

Naustaskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37280

Oddeyrarskóli https://jobs.50skills.com/akureyri/is/37282

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd félagsmiðstöðva- og klúbbastarfs á mið- og unglingastigi frá byrjun ágúst og út júnímánuð í samráði við deildarstjóra, samstarfsfólk og þátttakendur í starfinu.
  • Tryggja öryggi og vellíðan barna og unglinga í félagsmiðstöðvastarfi og nýta úrræði innan starfsins og samstarf til þess að fyrirbyggja og bregðast við óæskilegri hegðun.
  • Vinna að ýmsum samstarfsverkefnum á milli félagsmiðstöðva grunnskóla og annarra sem koma að málefnum barna og ungmenna í samfélaginu, til að mynda almennt félagsmiðstöðvarstarf, dansleikir á vegum skóla, hinsegin félagsmiðstöð, Samfés, hæfileikakeppni o.fl.
  • Öflun, utanumhald og miðlun upplýsinga og tölulegra gagna er varða starfsemi félagsmiðstöðva.
  • Heldur utan um nemendaráð skólans eftir því sem við á.
  • Heldur utan um valgrein innan skólans sem tekur mið af starfssviði.
  • Skipuleggur, undirbýr og framkvæmir forvarnaverkefni og fræðslu.
  • Starfar í forvarnarteymi skólans.
  • Ber kennsl á helstu áhættuþætti í umhverfi barna og unglinga og bregst við þeim.
  • Vinnur með grunnskólanemendum í 5. - 10. bekk að félagsfærni, jákvæðum samskiptum og sjálfstyrkingu í samstarfi við deildarstjóra og umsjónarkennara.
  • Styður við einstaka viðburði hjá nemendum í 8. - 10. bekk í samráði við nemendur.
  • Starfsmaður tekur þátt í stefnumótunarvinnu samkvæmt nánari ákvörðun yfirmanna, deildarstjóra og skólastjóra.
  • Vera í góðu samstarfi við forsjáraðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi (BA/BS/B.Ed).
  • Þekking á starfsemi félagsmiðstöðva.
  • ​Nýleg og farsæl reynsla af vinnu með ungu fólki.
  • ​Nýleg og farsæl reynsla af starfi við forvarnir og fræðslu.
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
  • Framtakssemi og frumkvæði.
  • Samstarfsvilji og samskiptafærni.
  • Færni í miðlun og framsetningu upplýsinga.
  • ​Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun er æskileg.
  • ​Mjög góð tölvukunnátta.
  • ​Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð enskukunnátta.

Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur21. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar