Akureyri
Akureyri
Akureyri

Velferðarsvið: Starfsmaður í stoðþjónustu Akureyrarbæjar

Velferðarsvið óskar eftir að ráða starfsmann í stoðþjónustu. Um er að ræða 80% starf í vaktavinnu þar sem unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um ótímabundna ráðningu er að ræða.

Stoðþjónusta veitir stuðning og ráðgjöf til fólks sem vegna fötlunar, félagslegra aðstæðna og veikinda þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs, félagslega þátttöku og aðstoð við heimilishald. Stuðningurinn getur farið fram á heimili eða utan þess, eftir þörfum hvers og eins.

Velferðarsvið Akureyrarbæjar vinnur eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn (e. gentle teaching) og valdeflingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða við athafnir daglegs lífs.
  • Veita íbúum persónulegan- og félagslegan stuðning.
  • Efla sjálfræði og frumkvæði og sýna stuðning og vináttu.
  • Almenn heimilisstörf.
  • Samskipti við ýmsa þjónustuaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Samskiptafærni og áhugi á að starfa með fólki.
  • Lipurð, jákvæðni, kurteisi og trúnaður í samskiptum við notendur, samstarfsfólk og aðra er tengjast starfinu.
  • Vandvirkni, samviskusemi og þagmælska.
  • Sveigjanleiki vegna mismunandi þarfa þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
  • Sjálfstæði, frumkvæði, samstarfshæfni og samviskusemi í starfi.
  • Áhugi á og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustuna og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
  • Þekking á hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn og Valdeflingu er kostur.
  • Almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Gott líkamlegt og andlegt atgervi.
  • Bílpróf og geta haft bíl til umráða eftir atvikum.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar