
Óska eftir NPA aðstoðarmanneskju
Ég er 31 árs gömul kona sem notast við hjólastól og óska eftir aðstoðarmanneskju í hlutastarf. Ég bý í eigin íbúð í Grafarholtinu með unnustanum mínum og hundinum okkar. Þar sem um er að ræða hlutastarf getur starfið t.d. hentað vel samhliða námi en starfshlutfallið er umsemjanlegt okkar á milli. Starfið felur að mestu í sér að hjálpa mér með heimilisstörf, versla, elda mat og aðstoða mig með hundinn minn en einnig líkamlega aðstoð þess á milli.
Umsækjendur skulu vera nokkuð líkamlega hraustir, með bílpróf, hreint sakarvottorð og eldri en 22 ára. Þá er mikilvægt að viðkomandi eigi auðvelt með að taka leiðsögn og geti dregið sig í hlé. Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar.
Aukalegir kostir sem eru þó ekki nauðsynlegir er að hafa gaman að eldamennsku og föndri.
Heimilisstörf, versla, elda mat, aðstoða mig með hundinn minn og líkamleg aðstoð.











