Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Aðstoðarmanneskja óskast á röntgendeild á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða aðstoðarmanneskju á röntgendeild stofnunarinnar á Ísafirði frá 1. sept eða skv. samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða skv. samkomulagi og starfið er unnið í dagvinnu.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoð við geislafræðinga á deildinni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi

  • Góð reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi

Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Torfnes, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar