Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Geislafræðingur óskast á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða geislafræðing á myndgreiningardeild stofnunarinnar á Ísafirði.

Starfshlutfall er 70 - 100% eða skv. samkomulagi, dagvinna með bakvöktum.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Helstu verkefni og ábyrgð

Geislafræðingur sinnir daglegum störfum á myndgreiningardeild sjúkrahússins og bakvöktum til móts við annað starfsfólk deildarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem geislafræðingur

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi

  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf

  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi

  • Íslenskukunnátta skilyrði

Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Torfnes, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar