

Skammtímadvöl í Árlandi 9 óskar eftir að ráða metnaðarfullan stuðningsráðgjafa
Skammtímadvöl Árlandi 9 leitar að metnaðarfullum fagaðila til að taka þátt í þróun og uppbyggingu á þjónustu við börn og ungmenni. Um er að ræða starf faglegs leiðtoga sem vinnur á vöktum auk þess að taka þátt í teymisvinnu er varðar innra starf.
Í Árlandi 9 er veitt sólarhringsþjónusta þar sem fjögur ungmenni dvelja hjá okkur aðra hverja viku.
Unnið er eftir tengslamyndandi aðferðafræði þar sem allir fá að njóta sín í umhverfi sem einkennist af hlýju og virðingu.
Unnið er á dag- og kvöldvöktum, ásamt helgarvöktum aðra hvora helgi. Um er að ræða 50-100% starf. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Starfið hentar vel þeim sem vilja þróa stjórnunarhæfni á vettvangi velferðarþjónustu, þar sem það felur í sér ábyrgð á vöktum og leiðtogahlutverk innan starfsstöðvar.
- Hvetur og styður börn og ungmenni við allar athafnir daglegs lífs með valdeflingu og sjálfstæði í huga.
- Styður við félagslega þátttöku t.d. rækta félagatengsl, stunda afþreyingu, sækja menningarviðburði og íþróttir.
- Veitir leiðsögn og tekur virkan þátt í faglegri þróunar- og uppbyggingarvinnu.
- Er leiðandi í starfsmannahópnum þegar kemur að því að vinna eftir verklagi og hugmyndafræði starfsstaðarins.
- Framfylgir einstaklingsáætlunum í samráði við teymi barns og styður aðra starfsmenn við að fylgja þeim eftir.
- Tekur þátt og stýrir teymisvinnu eða þróunarstarfi sem honum er falið af stjórnendum.
- Samstarf við aðra fagaðila, aðra starfsmenn og fjölskyldur barna og ungmenna.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
- Reynsla af starfi með börnum/ungmennum.
- Afburðahæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum.
- Skipulagshæfni, yfirvegun, frumkvæði, þolinmæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð tölvukunnátta og íslenskukunnátta B1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Sund- og menningarkort
Heilsuræktarstyrkur
Samgöngusamningur




















